Skip to content

BÓKHALD OG SKIL

VIÐ BJÓÐUM UPP Á FRAMTALSÞJÓNUSTU.

Skattframtal einstaklinga

Greiðir þú hærri skatta en þér ber skylda til? Færðu allan þann skattafrádrátt og allar þær bætur sem þú átt rétt á? Við viljum ekki greiða meira til samfélagsins en okkur ber og fá þær bætur sem við eigum rétt á. Við viljum hugsa um okkar hagsmuni gagnvart skattayfirvöldum og ekki sé á okkur hallað.

Forskráning og villuprófun á skattframtölum hefur verið mjög góð undanfarin ár, svo líkur á villum og þ.a.l. tap á fjármunum fyrir okkur, hafa minnkað mikið. Forskráning byggist á innsendum upplýsingum og eru áreiðanleg, fyrir utan einstaka sem senda frá sér rangar upplýsingar sem eru þá helst vinnuveitendur. En tilfellin eru ekki mörg.

Forskráning og villuprófun ná ekki til þeirra sem eru að fá verktakagreiðslur og eru í rekstri á eigin kennitölu. Við höfum uppfært síðuna að hefja rekstur , sem er sérstaklega sniðin fyrir þá sem eru að hefja rekstur og eru að fá verktakagreiðslu(r). Þar eru spurningum svarað sem við höfum fengið í gegnum tíðina.

Okkur langar að nefna að hægt er að sækja um lækkun (ívilnun) á tekjuskattstofni. Þar má nefna vegna jarðarfarar, glasafrjóvganir og ungmennis í framhaldsskóla. Eins vegna veikinda, slys, ellihrörleika, mannsláts, veikindi/fötlun barns, framfærslu vandamanna, eignatjón og tapaðar kröfur. Sjá link neðst yfir reglur Skattsins um lækkun / ívilnun.

SKILAFRESTIR

01.03.24  –  Netframtal einstaklinga 2024 [v/uppgjörsárs 2023] verður opnað á þjónustuvefnum, hjá Skattinum

14.03.24  –  Lokaskiladagur almenns frests fyrir einstaklingsframtöl

15.04.24  –  Lokaskiladagur atvinnumanna á einstaklingsframtölum utan rekstrar

15.04.24  –  Lokaskiladagur atvinnumanna á einstaklingsframtölum með rekstur

31.05.24  –  Álagning einstaklinga

Back To Top